“Book Descriptions: Haustið 1946 fluttist Aðalheiður Hólm af landi brott með hollenskum eiginmanni sínum sem hún hafði kynnst í Reykjavík á styrjaldarárunum. Þá stóð hún á þrítugu en hafði engu að síður komið víða við sögu. Átján ára stofnaði hún Starfsstúlknafélagið Sókn sem sameinaði konur í lægstu stéttum þjóðfélagsins í baráttu þeirra fyrir mannsæmandi lífi og öll sín ár á Íslandi stóð hún fremst í sveit þeirra sem töluðu máli alþýðukvenna á hörðum tímum. Í Hollandi tókst Heiða síðan á við hlutskipti þess sem kemur að utan og þarf alla ævi að berjast fyrir því að vinna land til að vera talinn fullgildur þegn.” DRIVE