“Book Descriptions: Árið 1858 fæddist dvergvaxið stúlkubarn á Ytri-Löngumýri í Blöndudal. Þetta var Ólöf Sölvadóttir sem fluttist til Vesturheims 18 ára og slóst fljótlega í för með bandarísku farandfjölleikahúsi. Síðar brá hún sér í inúítagervi og hóf að flytja fyrirlestra um Grænland og líf sitt þar, en á það land hafði hún aldrei stigið fæti. Sem eskimóinn Olof Krarer ávann hún sér frægð og frama með uppspunninni ævisögu sinni, ferðaðist víðsvegar um Bandaríkin og tókst að halda blekkingaleiknum áfram í upp undir þrjá áratugi og flytja um 2500 fyrirlestra. Inga Dóra Björnsdóttir segir hér frá ævintýralegu lífshlaupi Ólafar. Hún greinir frá æsku hennar og uppruna, lífinu í Kanada og Bandaríkjunum, samferðamönnum og tíðaranda, ekki síst áhuga Bandaríkjamanna á norðurslóðum og kapphlaupinu á norðurpólinn. Þá er grafist fyrir um orsakir þess að Ólöf komst upp með að þylja ósannindi á opinberum vettvangi árum saman. Af hverju var hún tekin trúanleg? Og hvers vegna komu þeir sem betur vissu ekki upp um hana?” DRIVE