“Book Descriptions: Melkorka er horfin en enginn saknar hennar og lögreglan aðhefst ekki annað en að hringja nokkur símtöl. Sóley, fyrrum samstarfskona Melkorku, fer að velta fyrir sér hvers vegna. Lét hún sig hverfa, var hún látin hverfa eða gufaði hún bara upp? Getur einhver horfið án þess að nokkur kippi sér upp við það? Sóley fer að rannsaka mannshvarfið og grefur upp undarlegri hluti en hana óraði fyrir. Hver var Melkorka í raun? Hver er hin dularfulla Ellie? Hvaðan koma öll þessi börn? Hversu miklu af því sem fólk segir getur maður trúað?
Þetta er fyrsta skáldsaga Sjafnar Hauksdóttur sem bar sigur úr bítum í Eyranu, handritasamkeppni Storytel, árið 2020. Sjöfn er bókmenntafræðingur, myndlistarmaður og skáld og hefur gefið út tvær ljóðabækur og skrifað um bókmenntir á ýmsum miðlum.
Dómnefnd var á einu máli um Flæðarmál: „Sagan er grípandi og höfundur fléttar málefnum líðandi stundar inn í textann af mikilli kúnst. Vestræn forréttindi, einmanaleiki, mannlegur harmur og breyskleiki. Textinn er beittur, hispurslaus, og persónur marglaga og sannfærandi. Þetta er saga sem er erfitt að slíta sig frá og situr hún lengi í lesanda/hlustanda að lestri loknum. Frábær frumraun! Við hlökkum til að lesa meira eftir þennan efnilega höfund.”” DRIVE