“Book Descriptions: Líf Gunnlaðar tekur stakkaskiptum þegar hún gerist au pair á glæsilegu heimili Perlu og Sölva í London. Þau virðast lifa hinu fullkomna lífi: eru gullfalleg og farsæl, eiga dásamleg börn og búa við vellystingar. Gunnlöð hefur orðið eilítið utanveltu heima á Íslandi og eygir tækifæri til að hefja nýtt og spennandi líf fjarri fortíðinni sem hún flýr undan. En ekkert er eins og það sýnist. Líkt og moldin í rósabeði leynist undir fagurri ásýnd hlutanna óhugnanlegt myrkur og þar kraumar þrá sem verður að fullnægja.
Það sem þú þráir er önnur skáldsaga Sjafnar Asare sem bar sigur úr býtum í handritasamkeppni Storytel árið 2020 fyrir Flæðarmál. Hér er um að ræða áleitna og grípandi skáldsögu sem fjallar um unga konu á krossgötum, ástina, ranghugmyndir og þráhyggju en sem varpar um leið ljósi á hið ljóta sem stundum leynist handan við huluna.” DRIVE