“Book Descriptions: Í Fjölskyldulífi á jörðinni yrkir Dagur Hjartarson um börn og foreldra, líf sem kviknar og tegundir sem deyja, snuð, barnavagna og loftslag. Ljóðin eru persónuleg, tær og sterk í einfaldleika sínum, en skilja eftir ljúfsára kennd um fallvaltleika alls sem er.
Dagur Hjartarson er fæddur á Fáskrúðsfirði árið 1986. Hann fékk Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2012 fyrir sína fyrstu ljóðabók og Ljóðstaf Jóns úr Vör árið 2016. Þá var Dagur tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Evrópusambandsins árið 2017. Fjölskyldulíf á jörðinni er áttunda bók hans.” DRIVE