“Book Descriptions:Milli trjánna er áttunda smásagnasafn Gyrðis Elíassonar, sem hlaut tilnefningu til hinna virtu Frank O’Connor bókmenntaverðlauna vorið 2009 fyrir Steintré, síðasta smásagnasafn sitt. Og nú birtist safn 47 nýrra smásagna sem einkennast allar af þeim áreynslulausa og myndríka stíl sem prýðir verk Gyrðis. Þá kallast umfjöllunarefni þessa safns á við fyrri sögur höfundar. Hér bregður fyrir líkt og áður ýmiskonar óhugnaði og furðum, einsemd, draumum, ferðalögum, bernskuminningum og framtíðarsýnum, auk þeirrar ísmeygilegu fyndni sem lesendur þekkja úr fyrri verkum.” DRIVE