“Book Descriptions: „Ja, undir einhverjum áhrifum er hann,“ þrefaði lögginn. „KONNráð,“ gaggaði kellingin, „hefurðu verið að ÞEFA af SOKKUNUM þínum?“ „Nei, ég er hættur því eins og ég lofaði,“ tautaði ég. „Herra lögregluþjónn,“ sagði mamma við hann í trúnaðartón, „ég hélt hann væri heima hjá prestssyninum að lita í litabókina sína.“ Ég starði á þá gömlu. Með hverjum hélt hún eiginlega? MÉR?
Mætir Konráð skilningi hjá móður sinni? Nei. Hann finnur það nú bara bezt þegar hún rífur græjurnar hans úr sambandi á næturnar.
Svo hittir Konráð huggulega stelpu úr Hafnarfirði. En skánar lífið við það? Nei, því Lillu finnst ólíklegt að heimsendir komi fyrir jól og svo heldur mamma hans að Landleiðir gefi henni gulúr fyrir það eitt að fjármagna Konráð í strætó.
Heimurinn stendur sameinaður gegn Konráði, meira að segja löggan fer með hann heim, alsaklausan, grunaðan um ölvun á Hallærisplaninu.” DRIVE