“Book Descriptions: Vilji maður hrapa í gegnum veft tímans og koma út á athyglisverðum tímum, þá er fjórtánda öldin óvitlaus viðkomustaður. Árið 1346 lagði kaupskip að kajanum í Messina á Sikiley. Í kvið skipsins voru rottur og á rottunum voru flær og flærnar voru með Yersinia pestis. Nei, Yersinia pestis er ekki meinlaus rússnesk húsmóðir sem vinnur við að klakaberja sporvagnateina á vetrum. Hún er sýkillinn sem ber svartadauða. Og fáum árum síðar voru 35–60% íbúa Evrópu látnir úr plágunni. Það er einmitt á tíma plágunnar í Englandi sem Guðbjörg, skrifstofukona í Reykjavík, lendir á óumbeðnu tímaflakki. Og þar má doka við og velta fyrir sér hverju nútímavitneskja bjargi þegar nútíminn fylgir ekki með.
Miðaldra bókhaldari vaknar skyndilega upp sem gjafvaxta ungmey í Englandi á fjórtándu öld. Þar bíða hennar ýmis vandræði: vafasamar hreinlætisvenjur, brúðgumar til að bíta af sér og heil manndrápsplága sem breiðist út með ógnarhraða. En lífsreynd 20. aldar kona hefur ýmis ráð undir rifjum. Bleksvartur og beittur Auðarhúmor eins og hann gerist bestur.” DRIVE