“Book Descriptions: Haustið 1839 rekur ungan dreng á land fyrir ströndum Hjörleifshöfða. Í sveitinni kannast enginn við barnið sem virðist ómálga á íslensku en mælir þó nokkur hálfkunnuleg orð, Sýruson. Sandsinni. Fyndinn hestur.
En hver er Fyndnihestur?
Landlæknir fær það verk að vekja drenginn til lífs og halda í ferð þvert yfir sand og hálendi í leit að uppruna hans. Fyrir liggur ferð norður í Skagafjörð þar sem næsta kaupskip býr sig undir frakt yfir haf. En það er tekið að hausta og veður orðin válynd upp til fjalla. Ferðin sem í vændum er reynist örlagaríkari en bæði dreng og landlækni grunar.
Selta er hvort í senn óður til íslenskrar nátturu og áningarstaðarins sem við leitum að. Grípandi skáldsaga af kostulegum persónum og ævintýralegum uppákomum, skrifuð af fágætri fimi eins og okkar eftirtektarverðustu höfunda.
Sölvi Björn Sigurðsson hefur hlotið margskonar viðurkenningar fyri ritstörf sín eins og Rithöfundaviðurkenningu RÚV, Menningarverðlaun DV og tilnefningu til Hinna íslensku bókmenntaverðlauna. Þá hafa verk hans verið gefin út víða erlendis og hlotið frábærar viðtökur.” DRIVE