“Book Descriptions: Skáldsagan Austur segir frá Eyvindi, félagslega einangruðum hagfræðingi á fertugsaldri, og því hvernig líf hans fer ævintýralega úr skorðum í kjölfar þess að hann leitar ástarinnar á óhefðbundnum stöðum.
Eyvindur virðist á skjön við allt umhverfi sitt og aldrei passa í þau hlutverk sem honum er ætlað. Í vonlausri leit að tilgangi sínum í nútímanum verður fortíð hans sífellt merkingarlausari.
Í Austur fylgjum við Eyvindi á ferðalagi sínu um hin þrjú dæmigerðu sögusvið íslenskrar sagnahefðar; borg, sjó og sveit, með óvæntum brekkum og beygjum.” DRIVE