“Book Descriptions: Frú Pigalopp, kjarnakonan í Þúsunddyrahúsinu, tekur að sér að bera út jólapóstinn. En margt verður til að tefja hina síglöðu söguhetju sem alltaf hefur tíma til að hlusta á og hjálpa öðrum. Póstinn þarf að bera þeim Hleifi bakara og frú Kringlu, Ljóngeiri dýrasala, ungfrú Pillu í apótekinu og mörgum fleiri. En kemst hann á áfangastað? - Hinn vinsæli barnabókahöfundur, Bjørn Rønningsen, samdi þessa hugþekku og bráðsmellnu sögu, Vivian Zhal Olsen myndskreytti afar skemmtilega. Saman fengu þau verðlaun fyrir bestu norksu myndabókina árið 1981. Guðni Kolbeinsson þýddi á létt og lipurt mál.
Þetta er jólabókin sem öll fjölskyldan hefur gaman af.” DRIVE