“Book Descriptions: Á hótelherbergi í Varmahlíð deyr kona frá manni sínum og tveimur sonum undir dularfullum kringumstæðum. Líkið er gegndrepa á rúminu, þang er í hári konunnar og saltvatn í lungum. En sjórinn er hvergi nærri.
Lögreglan í Skagafirði grípur til örþrifaráða og kallar út „sérvitringinn að sunnan“, Halldór Kjartansson. Rannsóknarlögreglumanninn sem er knúinn áfram af djúpstæðri þörf fyrir að leysa óútskýrð og dulræn sakamál. Í stað þess að taka sér tíma til að syrgja systur sína sökkvir Halldór sér í hið undarlega andlát konunnar sem virðist hafa drukknað í svefni.
Á Sauðárkróki syrtir fljótt í álinn og sífellt ógnvænlegri atburðir eiga sér stað. Ekkert er eins og það sýnist og spennan eykst eftir því sem bærinn nálgast suðumark.
Emil Hjörvar Petersen hefur sannað sig sem sagnameistari hins undarlega og óhugnanlega. Bannhelgi er hröð, grípandi og dulmögnuð glæpasaga sem fylgir eftir hinni geysivinsælu Dauðaleit í seríunni Myrkraverk.” DRIVE