“Book Descriptions: Það er vetrarleyfistími í Åre og bærinn iðar af mannlífi. Dag einn finnst illa útleikið lík fyrir utan bæinn. Fórnarlambið, fullorðinn karlmaður sem þekktur var á árum áður sem mikill skíðakappi, virðist ekki eiga sér neina óvini. Lögregluteymið Hanna og Daniel rannsaka málið. Inn í það blandast trúarhópur sem skotið hefur rótum í fásinninu við norsku landamærin. Drungaleg saga mætir þeim Hönnu og Daniel í hverju spori við rannsóknina. Daladrungi er önnur bókin í seríunni Morðin í Åre, ægifögru skíða- og útivistarsvæði í Jämtlandi. Fyrsta bókin, Helkuldi, fékk frábærar viðtökur. Viveca Sten er einn virtasti og vinsælasti glæpasagnahöfundur Norðurlanda. Bókaflokkur hennar, Sanhamn-morðin, sló í gegn víða um heim og hefur notið mikilla vinsælda á Íslandi.” DRIVE